Kaninn farinn frá Snæfelli

Gunnhildur Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eru í sjötta …
Gunnhildur Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eru í sjötta sæti deildarinnar eftir fyrstu tíu umferðirnar. mbl.is/Hari

Körfuknattleikskonan Chandler Smith hefur yfirgefið Snæfell en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Smith vildi losna frá félaginu af persónulegum ástæðum að því er segir í fréttatilkynningu félagsins og Snæfell varð við því.

Hún lék ekki með liðinu sem tapaði 76:65 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í gær í úrvalsdeild kvenna. Smith skoraði 14,5 stig að meðaltali og gaf fimm stoðsendingar í átta deildarleikjum með Snæfelli í vetur.

Snæfell hefur ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 4 stig og verður nú án bandarísks leikmanns þangað til á nýju ári.

mbl.is