Tryggvi gegn Real Madrid (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægt er að sjá leik Zaragoza og Real Madrid sem fram fór í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik í gær í meðfylgjandi myndskeiði. 

Gott gengi Zaragoza hélt þá áfram en liðið vann stórveldið 84:67 og er aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid og Barcelona í deildinni. 

Tryggvi Snær átti sinn besta leik fyrir Zaragoza til þessa og var maður leiksins út frá framlagstölunum sem fengnar eru út frá helstu þáttum íþróttarinnar. 

mbl.is