Með tuttugu tvennur í 21 leik

Giannis Antetokounmpo og Milwaukee Bucks eru óstöðvandi um þessar mundir.
Giannis Antetokounmpo og Milwaukee Bucks eru óstöðvandi um þessar mundir. AFP

Grikkinn öflugi Giannis Antetokounmpo var að vanda í stóru hlutverki hjá Milwaukee Bucks í nótt þegar liðið valtaði yfir New York Knicks, 132:88. Staðan var 72:45 í hálfleik.

Giannis skoraði 29 stig og tók 15 fráköst, náði sinni 20. tvöföldu tvennu í 21 leik, og Milwaukee vann sinn tólfta leik í röð. Liðið er með 18 sigra eftir 21 leik og er á toppi Austurdeildarinnar, á undan NBA-meisturum Toronto Raptors sem eru með 15 sigra í 19 leikjum.

Finninn ungi Lauri Markkanen skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls og tók 7 fráköst þegar liðið vann Sacramento Kings á útivelli, 113:106. Þetta var aðeins sjöundi sigur Chicago í 21 leik til þessa í vetur. Zach LaVine var stigahæstur hjá Chicago með 28 stig, þar af 20 í seinni hálfleiknum.

Úrslitin í nótt:
Charlotte - Phoenix 104:109
Philadelphia - Utah 103:94
Atlanta - Golden State 104:79
Milwaukee - New York 132:88
Memphis - Indiana 104:117
Sacramento - Chicago 106:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert