Fyrsta tap Valskvenna

Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í kvöld og tryggði …
Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í kvöld og tryggði Keflvíkingum framlengingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslands- og bikarmeistarar Vals töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili. 

Valskonur fóru til Keflavíkur og léku án Helenu Sverrisdóttur. Engu að síður virtist sem Valur myndi landa sigri en liðið hafði tíu stiga forskot þegar nokkrar mínútur voru eftir. Svo fór þó ekki og Emelía Ósk Gunnarsdóttir knúði fram framlengingu fyrir Keflavík þegar hún skoraði þrjú stig tæpri hálfri mínútu fyrir leikslok. Skoraði og fékk víti að auki sem hún nýtti. 

Í framlengingunni hafði Keflavík betur 92:90 og varð því fyrsta liðið til að leggja Val að velli í vetur. Keflavík er með 16 stig eins og KR í 2. og 3. sæti en Valur er með 20 stig eftir ellefu umferðir. 

Gangur leiksins:: 2:5, 9:5, 11:10, 19:14, 23:14, 25:17, 32:25, 39:37, 41:40, 49:45, 55:54, 58:59, 63:67, 63:69, 71:75, 81:81, 85:84, 92:90.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 18/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 23/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 19, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/5 stolnir.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert