Öruggt hjá KR gegn Skallagrími

Maja Michalska úr Skallagrími og Danielle Rodriguez úr KR í …
Maja Michalska úr Skallagrími og Danielle Rodriguez úr KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR vann öruggan sigur gegn Skallagrími í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld í Dominos-deild kvenna og hafa KR-konur nú tveggja stiga forskot á Borgnesinga í 2. sæti deildarinnar. 

KR sigraði 83:60 en framlenging stendur yfir hjá Keflavík og Val. Keflavík getur farið upp í 16 stig eins og KR en Valur er með 20 stig á toppnum. 

Eftir jafnan leik í Smáranum þar sem Breiðablik var yfir lengi vel tókst Haukum að ná í bæði stigin. Haukar sigruðu 92:83 en liðið var sterkara í síðasta leikhlutanum. Breiðablik er því enn með 4 stig en Haukar eru með 12 stig. 

Í Stykkishólmi hafði Snæfell betur gegn Grindavík 87:75 og er Snæfell þá tveimur stigum fyrir ofan Blikana. Grindavík er enn án stiga en leikir liðsins hafa þó orðið jafnari í síðustu umferðunum. 

KR - Skallagrímur 83:60

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 04. desember 2019.

Gangur leiksins:: 4:2, 10:6, 15:6, 23:11, 28:19, 36:28, 38:37, 44:37, 46:37, 49:37, 52:38, 60:45, 67:45, 72:51, 79:58, 83:60.

KR: Sanja Orazovic 21/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst/6 stolnir, Danielle Victoria Rodriguez 13, Ástrós Lena Ægisdóttir 11, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 6/9 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 5.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 21/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 20/11 fráköst, Maja Michalska 12/4 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 3/4 fráköst, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Sigurður Jónsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 75

Snæfell - Grindavík 87:75

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 04. desember 2019.

Gangur leiksins:: 4:3, 12:11, 17:13, 23:19, 23:23, 31:29, 34:37, 41:47, 45:53, 54:53, 59:53, 66:58, 74:64, 82:66, 82:75, 87:75.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 27/6 fráköst/8 stoðsendingar, Veera Annika Pirttinen 18/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 13/7 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13, Emese Vida 9/14 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/5 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 26, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14/4 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 30

Breiðablik - Haukar 83:92

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 04. desember 2019.

Gangur leiksins:: 8:5, 13:10, 23:15, 30:17, 34:22, 39:33, 46:36, 48:43, 53:48, 59:53, 64:60, 65:61, 65:64, 70:70, 78:85, 83:92.

Breiðablik: Danni L Williams 35/18 fráköst/6 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 17/5 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 11/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 7/5 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 5/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Randi Keonsha Brown 34, Lovísa Björt Henningsdóttir 18/6 fráköst/4 varin skot, Jannetje Guijt 12, Rósa Björk Pétursdóttir 10/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 7/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/9 fráköst/8 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert