Gríska undrið með 13 sigurleiki í röð

Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt.
Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AFP

Milwaukee Bucks gengur allt í haginn í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Liðið vann sinn þrettánda sigur í röð í nótt er það hafði betur gegn Detroit Pistons á útivelli, 127:103. 

Eins og oft áður átti gríska undið Giannis Antetokounnmpo góðan leik. Hann skoraði 35 stig og tók 9 fráköst. Milwaukee er með 19 sigra í 22 leikjum, eins og Los Angeles Lakers, og eru þau með besta árangurinn í deildinni til þessa.

Milwaukee er í toppsæti Austurdeildarinnar og Lakers í toppsæti Vesturdeildarinnar. Lakers vann afar sannfærandi 121:96-sigur á Utah Jazz á útivelli. Anthony Davis skoraði 26 stig fyrir Lakers og LeBron James bætti við 20 stigum. 

Boston er í öðru sæti Austurdeildarinnar eftir 112:93-sigur á Miami Heat. Jaylen Brown skoraði 31 stig fyrir Boston og Kemba Walker gerði 28 stig. Jimmy Butler, sem farið hefur á kostum með Miami á leiktíðinni, skoraði 37 stig. 

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 
Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106:91
Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103:127
Orlando Magic - Phoenix Suns 128:114
Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118:130
Boston Celtics - Miami Heat 112:93
Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106:99
Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100:107
Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121:114
Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96:121
Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127:116

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert