Skoruðu 75 stig í fyrri hálfleiknum

Tómas Þórður Hilmarsson var stigahæstur Garðbæinga með 19 stig.
Tómas Þórður Hilmarsson var stigahæstur Garðbæinga með 19 stig. mbl.is/Árni Sæberg

Úrvalsdeildarlið Stjörnunnar, Tindastóls og Vals tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla körfuknattleik, Geysisbikarsins, í kvöld.

Stjarnan vann stórsigur í Garðabænum gegn 2. deildarliði Reyni frá Sandgerði 123:59  en Garðbæingar leiddu með 55 stigum í hálfleik, 75:20. Tómas Þórður Hilmarsson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 19 stig, þrjú fráköst og fimm stoðsendingar. Guðmundur Auðun Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Reyni Sandgerði með 21 stig.

Þá vann Tindastóll 91:55-sigur gegn Álftanesi á Sauðárkróki en sigur Sauðkræklinga var afar öruggur. Tindastóll leiddi í hálfleik, 54:28, og fyrstu deildarliðið var aldrei líklegt til þess að koma til baka í síðari hálfleik. Sinisa Bilic skoraði 17 stig fyrir Tindastól og tók fjögur fráköst. Hannes Ingi Másson var næst stigahæstur með 14 stig. Samuel Prescott Jr. var atkvæðamestur í liði Álfanes með 20 stig, fjögur fráköst og tvær stoðsendingar.

Valsmenn unnu svo 97:81-sigur gegn 1. deildarliði Breiðabliks á Hlíðarenda en nokkuð jafnræði var með liðunum, allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Valsmenn sigldu fram úr. Frank Aron Booker skoraði 23 stig og gaf fjórar stoðsendingar hjá Valsmönnum og Philip Alawoya kom þar á eftir með 22 stig. Hilmar Pétursson fór mikinn í liði Blika, skoraði 29 stig og tók 10 fráköst, en það dugði ekki til.

Stjarnan - Reynir S. 123:59

<p>Mathús Garðabæjar höllin, Bikarkeppni karla, 05. desember 2019.</p>

Gangur leiksins:: 11:0, 20:2, 30:9, 43:12, 48:12, 56:16, 64:19, 75:20, 83:26, 91:30, 93:32, 101:39, 106:44, 114:51, 119:56, 123:59.

Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 19/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 16/5 fráköst, Nikolas Tomsick 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 14/6 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 14/10 fráköst, Kyle Johnson 10, Ingimundur Orri Jóhannsson 10/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 9/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 8/5 stoðsendingar, Brynjar Bogi Valdimarsson 4, Magnús Helgi Lúðvíksson 2/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 47 í vörn, 17 í sókn.

Reynir S.: Guðmundur Auðun Gunnarsson 21, Eðvald Freyr Ómarsson 11/5 fráköst, Kumasi Máni Hodge-Carr 7/6 fráköst, Hilmir Gauti Guðjónsson 6, Garðar Gíslason 6/7 fráköst, Viðar Hammer Kjartansson 3, Jón Böðvarsson 3/4 fráköst, Kristján Þór Smárason 2/6 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 92

Tindastóll - Álftanes 91:55

<p>Sauðárkrókur, Bikarkeppni karla, 05. desember 2019.</p>

Gangur leiksins:: 6:3, 10:9, 17:15, 28:17, 31:19, 40:28, 49:28, 54:28, 58:33, 67:39, 70:46, 75:46, 81:46, 84:54, 86:55, 91:55.

Tindastóll: Sinisa Bilic 17/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 14/6 fráköst, Jaka Brodnik 12/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 11/10 fráköst/9 stolnir, Gerel Simmons 8, Viðar Ágústsson 8/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6/5 fráköst/6 stoðsendingar, Friðrik Þór Stefánsson 6, Hlynur Freyr Einarsson 3/4 fráköst, Örvar Freyr Harðarson 2, Eyþór Lár Bárðarson 2, Axel Kárason 2/8 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 22 í sókn.

Álftanes: Samuel Prescott Jr. 20/4 fráköst, Unnsteinn Rúnar Kárason 9, Dúi Þór Jónsson 7/4 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4/8 fráköst, Guðjón Hlynur Sigurðarson 3, Baldur Már Stefánsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 2/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 197

Valur - Breiðablik 97:81

<p>Origo-höllin Hlíðarenda, Bikarkeppni karla, 05. desember 2019.</p>

Gangur leiksins:: 7:5, 15:12, 24:17, 32:20, 36:26, 42:28, 50:35, 50:41, 55:45, 62:51, 66:60, 71:66, 78:68, 84:74, 89:77, 97:81.

Valur: Frank Aron Booker 23, Philip B. Alawoya 22/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 19/12 fráköst, Ástþór Atli Svalason 13, Illugi Steingrímsson 6/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 5, Pavel Ermolinskij 5/15 fráköst/8 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.

Breiðablik: Hilmar Pétursson 29/10 fráköst, Larry Thomas 16/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 15/4 fráköst, Snorri Vignisson 11/6 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 5/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 5.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 76

Frank Aron Booker spilaði vel fyrir Valsmenn gegn Breiðabliki í …
Frank Aron Booker spilaði vel fyrir Valsmenn gegn Breiðabliki í kvöld. mbl.is//Hari
mbl.is