Annað stórtap KR-inga í röð

Jamal Olasawere lék afar vel.
Jamal Olasawere lék afar vel. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík vann sannfærandi 110:81-sigur á Íslandsmeisturum KR í 16-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta í kvöld. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 31:20, Grindavík í vil og voru heimamenn allan tímann með yfirhöndina. 

KR tapaði með 43 stigum fyrir Stjörnunni í síðustu umferð og hefur því tapað tveimur síðustu leikjum með samanlagt 72 stigum. 

Jamal Olasawere átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 30 stig og Ingi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Helgi Már Magnússon skoraði 24 stig fyrir KR og Jakob Örn Sigurðarson gerði 17 stig.

Þór frá Akureyri, botnlið Dominos-deildarinnar, vann sterkan 77:75-sigur á nöfnum sínum frá Þorlákshöfn á útivelli. Þór Þorlákshöfn var með  61:54-forystu fyrir lokaleikhlutann, en í honum léku gestirnir mjög vel og tryggðu sér sigur. 

Terrence Motley skoraði 28 stig fyrir Þór Akureyri og Pabo Hernández gerði 13. Marko Bakovic skoraði 26 og tók 11 fráköst fyrir Þór Þorlákshöfn og Halldór Garðar Hermannsson skoraði 16. 

Þór Þorlákshöfn - Þór Ak. 75:77

Icelandic Glacial höllin, Bikarkeppni karla, 06. desember 2019.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:6, 14:9, 22:13, 24:17, 29:23, 36:29, 41:34, 45:39, 51:44, 59:46, 61:54, 65:60, 67:62, 72:71, 75:77.

Þór Þorlákshöfn: Marko Bakovic 26/11 fráköst/3 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Vincent Terrence Bailey 8/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 7, Dino Butorac 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 11 í sókn.

Þór Ak.: Terrence Christopher Motley 28/4 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 13/8 fráköst, Jamal Marcel Palmer 12, Baldur Örn Jóhannesson 6/8 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 6/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Mantas Virbalas 5/7 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aðalsteinn Hjartarson.

Grindavík - KR 110:81

Mustad-höllin, Bikarkeppni karla, 06. desember 2019.

Gangur leiksins:: 9:6, 19:13, 24:18, 31:20, 34:22, 44:28, 52:33, 60:40, 71:46, 76:58, 85:64, 88:66, 88:70, 99:74, 106:76, 110:81.

Grindavík: Jamal K Olasawere 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 16, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Valdas Vasylius 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/12 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 5.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

KR: Helgi Már Magnússon 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 17/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 15/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Sveinn Búi Birgisson 3/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 3, Björn Kristjánsson 2/4 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 2, Benedikt Lárusson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert