Fjölnismenn í átta liða úrslit

Fjölnismenn eru komnir í átta liða úrslit.
Fjölnismenn eru komnir í átta liða úrslit. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Úrvalsdeildarlið Fjölnis er komið áfram í átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir 85:68-sigur á Vestra á útivelli í dag. Fjölnismenn voru með 41:33-forskot í hálfleik og tókst Vestra ekki að gera atlögu að Fjölnismönnum í seinni hálfleik. 

Viktor Moses var afar sterkur hjá Fjölni og skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Orri Hilmarsson skoraði 21 stig. Nebojsa Knezevic skoraði 17 stig fyrir Vestra og Matic Macek skoraði 15 stig. 

Tindastóll, Valur, Þór, Akureyri, Grindavík og Sindri höfðu áður tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Njarðvík og Keflavík bítast um síðasta sætið í átta liða úrslitum í Njarðvík klukkan 19.30. 

mbl.is