Íslendingarnir með góða útisigra

Martin Hermannsson lék í rúmar tuttugu mínútur með Alba Berlín …
Martin Hermannsson lék í rúmar tuttugu mínútur með Alba Berlín í dag. Ljósmynd/Alba Berlín

Martin Hermannsson skoraði 7 stig fyrir Alba Berlín þegar liðið heimsótti Bayreuth í efstu deild Þýskalands í körfuknattleik í dag. Leiknum lauk með 82:78-sigri Alba Berlín en Martin tók einnig tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á þeim tæpu tuttugu mínútum sem hann spilaði.

Alba Berlín leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 45:34, og Bayreuth tókst ekki að koma til baka í þeim síðari. Alba Berlín er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir fyrstu tíu leiki sína en liðið á leik til góða á Bayern og Ludwigsburg sem eru í efstu tveimur sætunum.

Þá skoraði Tryggvi Snær Hlinason 6 stig fyrir Zaragoza sem vann öruggan 85:67-sigur gegn Estudiantes í efstu deild Spánar. Þá tók Tryggvi eitt frákast á þeim fimm mínútum sem hann lék. Zaragoza er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig í dag.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig í dag. Ljósmynd/Zaragoza
mbl.is