Keflavík í 8-liða úrslit eftir sigur á grönnunum

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli

Keflvíkingar gerðu fína ferð yfir teinana nú rétt í þessu þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í hörkuleik sem háður var í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga. Lokaniðurstaða kvöldsins 73:68. 

Njarðvíkingar leiddu í hálfleik með 2 stigum en firnasterk vörn Keflvíkinga í seinni hálfleik gerði það að verkum að þeir halda áfram í bikarnum í ár en Njarðvíkingar sem voru í úrslitum í fyrra eru úr leik.  

Það var gríðarleg eftirvænting eftir þessum leik enda leikur milli erkifjenda í Reykjanesbæ sem lengi hafa eldað grátt silfur sín milli, og aukinheldur var þetta í raun „úrslitaleikur“. Stemningin og leikurinn sjálfur sviku ekki neinn. Hart leikið á báða bóga og ekki þumlungur gefinn eftir. Að mati undirritaðst var það feiknasterkur varnarleikur Keflvíkinga í seinni hálfleik sem skipti sköpum um úrslit leiksins enn einnig má nefna villuvandræði stórra leikmanna Njarðvíkinga. Þá staðreynd nýttu Keflvíkingar sér til fulls og sóttu stíft á sína menn í teignum sem skiluðu niður stigum á ögurstundu. 

Það fer ekki á milli mála að Keflvíkingar hittu á fimm rétta í útlendingalottóinu enn í kvöld skoruðu þeir þrír erlendu leikmenn þeirra öll stig liðsins að undanskildum 7 stigum. Þrátt fyrir að Khalil Ullah hafi verið þeirra stigahæstur í kvöld með 29 stig, þá er Dominykas Milka hjartað og heilinn í liði þeirra. Það hefur ekki bara sýnt sig á gengi liðsins í vetur þar sem þeir tróna á toppi Dominos-deildarinnar, heldur einnig í tapi þeirra í deildinni gegn Haukum þegar Milka var í banni. Hinsvegar má ekki gera lítið úr hluta þjálfara þeirra Hjalta Vilhjálmssyni sem virðist vita uppá hár hvað hann er með í höndunum og virðist vera að kreysta allt það besta úr liðinu. Ljóst er að þetta er liðið til að sigra í ár og þeir munu berjast um þá stóru allt til enda. 

Leikur Njarðvíkinga var alls ekki svo slæmur og þvert á móti. Þeir áttu hörku fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu vel, en áttu sem fyrr segir, erfitt með að stoppa turna Keflvíkinga. Leikur þeirra riðlasðist vissulega við villuvandræði í fyrri hálfleik og að öllu jöfnu ætti það ekki að hafa teljandi áhrif, nema hvað að þeir Njarðvíkingar eru bundnir við að hafa annað hvort Chaz Williams leikstjórnanda sem hefur blásið lífi í sérstaklega sóknarleik þeirra eða Wayne Martin sem vissulega er fínasti varnarmaður en hægir verulega á sóknarleik liðsins. Enn Njarðvíkingar fengu svo sannarlega séns á að „stela“ sigrinum þetta kvöldið en á ögurstundu vildi boltinn hreinlega ekki ofan í hjá þeim og Keflvíkingar fögnuðu vel. 

Fjölnir er einnig kominn áfram eftir sigur á Vestra á Ísafirði í kvöld.

Vestri - Fjölnir 68:85

<p>Ísafjörður, Bikarkeppni karla, 08. desember 2019.</p>

Gangur leiksins:: 2:5, 8:10, 9:14, 13:20, 17:26, 19:34, 26:37, 33:41, 39:43, 40:47, 47:57, 50:61, 55:69, 58:69, 64:76, 68:85.

Vestri : Nebojsa Knezevic 17, Matic Macek 15/5 fráköst, Marko Dmitrovic 13/6 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 8, Hugi Hallgrímsson 7/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 6/8 fráköst, Egill Fjölnisson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 30/11 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 21/4 fráköst, Jere Vucica 12/13 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Róbert Sigurðsson 5/7 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 3, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Viktor Máni Steffensen 2, Srdan Stojanovic 1/8 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 60

Njarðvík - Keflavík 68:73

<p>Njarðtaksgryfjan, Bikarkeppni karla, 08. desember 2019.</p>

Gangur leiksins:: 3:7, 9:8, 14:19, 21:23, 31:28, 33:28, 37:33, 44:42, 46:48, 46:51, 51:55, 55:60, 60:64, 64:69, 66:73, 68:73.

Njarðvík: Wayne Ernest Martin Jr. 14/5 fráköst, Chaz Calvaron Williams 12/5 fráköst, Kristinn Pálsson 12/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 9, Logi Gunnarsson 8, Mario Matasovic 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 2/4 fráköst, Kyle Steven Williams 1.

Fráköst: 19 í vörn, 14 í sókn.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 29/5 fráköst, Dominykas Milka 25/11 fráköst, Deane Williams 12/7 fráköst, Reggie Dupree 6, Ágúst Orrason 1.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 200

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 68:73 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is