Keflavík síðast í undanúrslit

Keflavík er komin í undanúrslit.
Keflavík er komin í undanúrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík tryggði sér síðasta sætið í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta er liðið vann sannfærandi útisigur á grönnum sínum í Njarðvík, 88:59. Njarðvík leikur í 1. deild og Keflavík í úrvalsdeild. 

Staðan í hálfleik var 50:31 og var seinni hálfleikur formsatriði fyrir Keflavík, sem fer með Val, Haukum og KR í undanúrslit. 

Daniela Wallen skoraði 17 stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík og Þóranna Kika Hodge-Carr skoraði 16 stig. Erna Freydís Traustadóttir og Jóhanna Pálsdóttir skoruðu 13 stig hvor fyrir Njarðvík. 

Njarðtaks-gryfjan, Bikarkeppni kvenna, 08. desember 2019.

Gangur leiksins:: 9:5, 15:9, 15:19, 23:23, 23:29, 25:36, 28:40, 31:50, 31:54, 33:59, 37:65, 39:68, 42:72, 46:77, 54:84, 59:88.

Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 13/5 fráköst, Jóhanna Lára Pálsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 5, Eva María Lúðvíksdóttir 4, Vilborg Jónsdóttir 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 1.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 17/11 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 16/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/5 fráköst/3 varin skot, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Irena Sól Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Elsa Albertsdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 113.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert