Kristófer með alvarlega nýrnabilun

Kristófer Acox er að glíma við erfið veikindi.
Kristófer Acox er að glíma við erfið veikindi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Kristófer var lagður inn á spítala í síðustu viku vegna sýkingar í nýra, sem síðan fór út í blóðið. DV greinir frá. 

„Þetta eru mjög erfið veikindi, ég hef verið í rannsóknum og meðferðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir þessu fyrir nokkrum vikum síðan. Í síðustu viku blossaði þetta síðan upp,“ sagði Kristófer í samtali við DV. Kristófer er allur að koma til og er búið að útskrifa hann af spítala. 

Hann lék ekki með KR gegn Grindavík í Geysisbikarnum í síðustu viku og héldu þá flestir að um meiðsli væri að ræða. „Ég hef ekkert verið að auglýsa þetta og þess vegna vita fáir af þessu,“ sagði Kristófer. 

Kristófer mun ekki leika með KR það sem eftir lifir árs, en vonast til að vera kominn aftur á völlinn í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert