Ein sú efnilegasta sleit krossband

Ólöf Rún Óladóttir í leik með U18 ára landsliðinu.
Ólöf Rún Óladóttir í leik með U18 ára landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Körfuboltakonan unga Ólöf Rún Óladóttir, leikmaður Grindavíkur, sleit krossband á æfingu með liðinu á dögunum. Karfan.is greinir frá. 

Ólöf, sem er fædd árið 2001, hefur verið með betri leikmönnum Grindavíkur í Dominos-deildinni á leiktíðinni. Hefur hún skorað 12 stig, tekið 4 fráköst og gefið 2 stoðsendingar að meðaltali í níu leikjum. 

Hún er í þrettánda sæti íslenskra leikmanna í framlagspunktum á leiktíðinni og er því um mikið áfall fyrir Grindavík að ræða, en liðið er án stiga í botnsæti deildarinnar. 

Ólöf hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands síðustu ár. 

mbl.is