Grindavík skoraði tvö stig í 4. leikhluta

Danielle Rodriguez var sterk hjá KR.
Danielle Rodriguez var sterk hjá KR. mbl.is/Árni Sæberg

KR hafði betur gegn Grindavík á útivelli, 76:53, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. KR var skrefinu á undan allan tímann og tryggði sér sannfærandi sigur með góðum fjórða leikhluta. 

Grindavík skoraði aðeins tvö stig allan leikhlutann á meðan KR skoraði 16 stig. Danielle Rodriguez skoraði 22 stig fyrir KR og Hildur Björg Kjartansdóttir gerði 21 stig. Jordan Reynolds skoraði 20 stig fyrir Grindavík. 

Með sigrinum fór KR upp í 18 stig og annað sæti deildarinnar, en Grindavík er á botninum og án stiga. 

Grindavík - KR 53:76

Mustad-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 11. desember 2019.

Gangur leiksins:: 2:5, 4:11, 11:19, 15:24, 15:28, 17:35, 19:35, 28:37, 38:45, 41:50, 46:54, 51:60, 53:67, 53:70, 53:74, 53:76.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 12/5 fráköst, Vikoría Rós Horne 8/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 3/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 3, Hulda Björk Ólafsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

KR: Danielle Victoria Rodriguez 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 21/10 fráköst, Sanja Orazovic 16/10 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Perla Jóhannsdóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 2/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert