Fimmti sigur Keflavíkur í röð

Keflvíkingurinn Katla Rún Garðarsdóttir sækir að Emilie Hessedal úr Skallagrími …
Keflvíkingurinn Katla Rún Garðarsdóttir sækir að Emilie Hessedal úr Skallagrími sem verst. mbl.is/Skúli

Í kvöld mættust Keflavík og Skallagrímur í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Liðin eru bæði við topp deildarinnar að elta Valsliðið og slást um þau fjögur sæti sem eftir eru í úrslitakeppninni. Ekki var hins vegar að sjá framan af leik að stigin væru mikilvæg liðunum miðað við spilamennskuna. Svo fór að Keflavík hirti sigurinn með 67:63-sigri.

Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur og þá hafði Skallagrímur betur í Blue-höll Keflvíkinga. Keflavík hafði því harma að hefna en stemningin í upphafi leiks var allskostar ekki í takt við það. 

Andi jólanna sveif yfir og var þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson, sammála því eftir leik. „Það er eins og leikmenn séu bara komnir í smákökurnar og jólastuð,“ sagði Jón eftir leik, spurður um upphaf kvöldsins. 

En Keflavíkurliðið hitnaði þegar leið á leikinn og þar ber helst að nefna þátt Önnu Ingunnar Svansdóttur.  Alltaf gaman að sjá unga leikmenn springa út og nýta mínútur sínar vel. Anna Ingunn gerði það vel í gærkvöldi og töluverðir hæfileikar þar á ferðinni.

Það var helst til óagaður sóknarleikur Skallagríms á löngum köflum leiksins sem varð liðinu að falli. Skallagrímur gerði hins vegar góða atlögu að þjófnaði á sigri á lokasprettinum, leiddar áfram af Emilie Hesseldal en það kom ekki í veg fyrir verðskuldaðan sigur Keflavíkur. 

Keflavík - Skallagrímur 69:63

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 11. desember 2019.

Gangur leiksins:: 2:3, 9:8, 11:12, 13:17, 17:19, 22:20, 22:20, 30:20, 36:26, 38:28, 46:31, 55:40, 57:42, 63:49, 65:57, 69:63.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 18/15 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 3.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Emilie Sofie Hesseldal 28/18 fráköst, Keira Breeanne Robinson 14/5 fráköst, Maja Michalska 12/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/6 fráköst/4 varin skot, Mathilde Colding-Poulsen 4.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Skallagríms í kvöld.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Skallagríms í kvöld. mbl.is/Skúli
Keflavík 67:63 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert