Valskonur aftur á sigurbraut

Valskonur eru í toppsætinu.
Valskonur eru í toppsætinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Topplið Vals er komið aftur á sigurbraut í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir tap fyrir Keflavík í síðustu umferð. Valur hafði betur á heimavelli gegn Breiðabliki í kvöld, 90:69.

Breiðablik stóð í Val stærstan hluta leiks, en Valskonur unnu fjórða leikhlutann með 19 stiga mun og unnu að lokum öruggan sigur. 

Kiana Johnson skoraði 32 stig fyrir Val og tók auk þess tíu fráköst. Dagbjört Samúelsdóttir gerði 23 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir 14. Danni William skoraði 25 fyrir Breiðablik og tók 13 fráköst. Telma Lind Ásgeirsdóttir skoraði 16 stig. 

Valskonur eru í toppsætinu með 22 stig, fjórum meira en KR og Keflavík. Breiðablik er í sjöunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. 

Haukar unnu sinn þriðja sigur í röð er Snæfell kom í heimsókn í Hafnarfjörðinn, 101:81. Haukar voru yfir allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.

Randi Brown skoraði 24 stig fyrir Hauka og Jannetje Guijt gerði 21 stig. Emese Vida skoraði 24 stig og tók 18 fráköst fyrir Snæfell. Haukar eru með 14 stig, eins og Skallagrímur í fjórða sæti en Snæfell er með sex stig í sjötta sæti. 

Haukar unnu þriðja sigurinn í röð.
Haukar unnu þriðja sigurinn í röð. mbl.is/Árni Sæberg

Valur - Breiðablik 90:69

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 11. desember 2019.

Gangur leiksins:: 3:3, 10:11, 20:15, 25:21, 29:25, 33:29, 37:33, 42:38, 51:40, 57:45, 60:52, 63:61, 71:65, 75:67, 85:67, 90:69.

Valur: Kiana Johnson 32/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 23, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 4 í sókn.

Breiðablik: Danni L Williams 25/13 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 16/7 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9, Björk Gunnarsdótir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 4, Fanney Lind G. Thomas 4, Paula Anna Tarnachowicz 4, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 52

Haukar - Snæfell 101:81

Ásvellir, Úrvalsdeild kvenna, 11. desember 2019.

Gangur leiksins:: 11:7, 18:11, 25:13, 33:18, 36:22, 42:26, 44:31, 48:37, 55:40, 59:50, 63:52, 66:60, 77:64, 85:70, 94:74, 101:81.

Haukar: Randi Keonsha Brown 24/9 fráköst/8 stoðsendingar, Jannetje Guijt 21, Lovísa Björt Henningsdóttir 18/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/9 stoðsendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8/6 stoðsendingar/6 stolnir, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6, Anna Lóa Óskarsdóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Emese Vida 24/18 fráköst/3 varin skot, Veera Annika Pirttinen 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 71

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert