Fyrsti sigur meistaranna í tæpan mánuð

Helgi Már Magnússon var stigahæstur í liði KR með 21 …
Helgi Már Magnússon var stigahæstur í liði KR með 21 stig. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar KR eru komnir á beinu brautina á nýjan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir ellefu stiga sigur gegn Val í DHL-höllinni í Vesturbæ í tíundu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 87:76-sigri KR en Helgi Már Magnússon fór á kostum í liði KR og skoraði 21 stig. Þetta var fyrsti sigur KR frá því 15. nóvember.

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn voru hins vegar sterkari aðilinn í öðrum leikhluta og KR leiddi því með einu stigi í hálfleik, 42:41. Vesturbæingar unnu þriðja leikhluta með níu stiga mun, 19:10, og þann mun tókst Valsmönnum ekki að vinna upp í fjórða leikhluta.

Michael Craion var einnig atkvæðamikill í liði KR með 18 stig og tólf fráköst en hjá Valsmönnum Frank Aron Booker stigahæstur með 22 stig. Pavel Ermomlinskij átti mjög góðan leik á sínum gamla heimavelli og tók átján fráköst og gaf tíu stoðsendingar en það dugði ekki til. KR er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en Valsmenn eru í tíunda sætinu með s6 stig.

Þá vann Njarðvík sjö stiga sigur gegn Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi, 88:81. Fjölnismenn byrjuðu leikinn illa og Njarðvíkingar leiddu með ellefu stigum eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn löguðu stöðuna í hálfleik en Njarðvík leiddi með tíu stigum fyrir fjórða leikhluta, 66:56. 

Fjölnismönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig, 83:80, en lengra komust nýliðarnir ekki og Njarðvík fagnaði sigri. Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 25 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá var Kristinn Pálsson einnig drjúgur með 18 stig og fimm fráköst. 

Hjá Fjölnismönnum var Srdan Stojanovic stigahæstur með 26 stig og sjö fráköst og Viktor Moses skoraði 21 stig og tók níu fráköst. Njarðvíkingar er komnir upp í fjórða sæti deildarinnar í 12 stig en liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð í deildinni. Fjölnismenn eru hins vegar áfram í ellefta sæti deildarinnar með 2 stig.

KR - Valur 87:76

DHL-höllin, Urvalsdeild karla, 12. desember 2019.

Gangur leiksins:: 6:5, 13:11, 18:16, 24:18, 26:24, 29:26, 37:31, 42:41, 49:41, 55:44, 57:51, 61:51, 66:57, 74:62, 84:70, 87:76.

KR: Helgi Már Magnússon 21/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18, Michael Craion 18/12 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 8, Björn Kristjánsson 8, Matthías Orri Sigurðarson 7/13 fráköst, Finnur Atli Magnússon 7.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Frank Aron Booker 22, Philip B. Alawoya 19/10 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/9 fráköst, Illugi Steingrímsson 6, Illugi Auðunsson 6, Pavel Ermolinskij 5/18 fráköst/10 stoðsendingar, Ástþór Atli Svalason 3, Austin Magnus Bracey 3, Benedikt Blöndal 2.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 300

Fjölnir - Njarðvík 81:88

Dalhús, Urvalsdeild karla, 12. desember 2019.

Gangur leiksins:: 7:7, 11:18, 15:23, 19:30, 26:31, 31:37, 35:41, 38:45, 44:55, 45:59, 54:62, 56:66, 61:72, 69:72, 76:76, 81:88.

Fjölnir: Srdan Stojanovic 26/7 fráköst, Viktor Lee Moses 21/9 fráköst/4 varin skot, Róbert Sigurðsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jere Vucica 11/6 fráköst, Orri Hilmarsson 5, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Tómas Heiðar Tómasson 3/5 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 25/4 fráköst, Kristinn Pálsson 18/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Wayne Ernest Martin Jr. 9, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 7, Mario Matasovic 6/9 fráköst, Kyle Steven Williams 2.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.

Viktor Moses skoraði 21 stig fyrir Fjölnismenn í kvöld en …
Viktor Moses skoraði 21 stig fyrir Fjölnismenn í kvöld en það dugði ekki til. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert