Hræðumst ekkert lið í þessari deild

Frá leiknum í kvöld. Sæþór er til baka sem númer …
Frá leiknum í kvöld. Sæþór er til baka sem númer 14. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var liðssigur í vörninni. Við vorum helvíti þéttir í seinni hálfleik og þar fannst mér við skína,“ sagði kátur Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR, í samtali við mbl.is eftir 92:84-sigur á Tindastóli í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. 

„Mér leið alltaf eins og við værum með leikinn, alveg frá fyrstu mínútu. Það kom aldrei neitt annað til greina en að við værum með þá. Við vorum alltaf með þá. Við hræðumst ekkert lið í þessari deild.“

ÍR liðið er töluvert breytt frá síðustu leiktíð og er Sæþór einn af fáum leikmönnum liðsins sem lék gegn KR í úrslitum síðasta tímabils. 

„Við erum með minna lið núna en í fyrra. Þá vorum við með Sigga sem akkeri undir körfunni, en núna er liðið minna. Það er að virka ágætlega,“ sagði Sæþór. 

mbl.is