ÍR stöðvaði sigurgöngu Tindastóls

Gerel Simmons hjá Tinastóli sækir að Collin Pryor úr ÍR …
Gerel Simmons hjá Tinastóli sækir að Collin Pryor úr ÍR í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR vann góðan 92:84-heimasigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór ÍR upp í 12 stig, upp fyrir Hauka og upp í sjötta sæti. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð. 

ÍR-ingar fóru betur af stað og náðu mest átta stigum í fyrri hálfleiknum. Eftir því sem leið á hálfleikinn komust gestirnir betur inn í leikinn og tókst þeim að jafna og komast yfir í öðrum leikhluta. 

Tindastóll náði mest fimm stiga forskoti í öðrum leikhluta, en ÍR náði góðum kafla undir lok leikhlutans og var staðan í hálfleik 46:45, ÍR í vil. Evan Singletary skoraði 12 stig fyrir ÍR í leikhlutanum en Jaka Brodnik gerði 10 fyrir Tindastól. 

ÍR náði mest ellefu stiga forskoti í þriðja leikhluta, þar sem allt gekk á afturfótunum hjá Tindastóli. Gestirnir gerðu hins vegar vel í lok leikhlutans og náðu að minnka muninn í fimm stig, 66:61. 

ÍR byrjaði fjórða leikhlutann betur og var staðan 72:63, þegar skammt var eftir. Tindastóll minnkaði muninn mest í þrjú stig, en ÍR var alltaf með svör við öllu sem Tindastóll gerði og vann að lokum sanngjarnan sigur. 

Gangur leiksins: 8:3, 12:12, 19:15, 26:19, 29:23, 31:34, 39:43, 46:45, 52:48, 58:53, 63:55, 66:61, 72:65, 77:69, 80:74, 92:84.

ÍR: Georgi Boyanov 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Collin Pryor 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Evan Christopher Singletary 18, Danero Thomas 15/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 13.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sinisa Bilic 18/8 fráköst, Jaka Brodnik 16/8 fráköst, Gerel Simmons 16/5 fráköst, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2, Axel Kárason 2.

Fráköst: 23 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 307

ÍR 92:84 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert