Breiðablik vann toppslaginn í Hveragerði

Breiðablik er komið í toppsætið.
Breiðablik er komið í toppsætið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Breiðablik fór upp í toppsæti 1. deildar karla í körfubolta með 125:101-útisigri á Hamri í Hveragerði í kvöld. Breiðablik er með 20 stig, eins og Höttur, en Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. 

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, en Breiðablik vann þriðja leikhlutann 40:22 og tókst Hamri ekki að minnka muninn að ráði eftir það. 

Árni Elmar Hrafnsson kom gríðarlega sterkur af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði 28 stig og Hilmar Pétursson gerði 24 stig. Everage Lee Richardson skoraði 26 fyrir Hamar og Ragnar Jósef Ragnarsson gerði 22 stig gegn sínum gömlu félögum. 

Vestri er í fjórða sæti með 12 stig eftir 69:62-útisigur á Selfossi. Marko Dmitrovic skoraði 15 stig fyrir Vestra og þeir Hilmir Hallgrímsson og Ingimar Aron Baldursson skoruðu 12 stig hvor. Christian Cunningham skoraði 16 fyrir Selfoss. 

Hamar - Breiðablik 101:125

Hveragerði, 1. deild karla, 13. desember 2019.

Gangur leiksins:: 13:6, 16:15, 25:22, 25:24, 32:28, 33:36, 43:45, 49:53, 53:66, 57:76, 64:86, 71:93, 77:100, 87:109, 92:117, 101:125.

Hamar: Everage Lee Richardson 26/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 22, Pálmi Geir Jónsson 17/12 fráköst, Toni Jelenkovic 17, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12/5 stoðsendingar, Páll Helgason 4, Bjarni Rúnar Lárusson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Breiðablik: Árni Elmar Hrafnsson 28/7 fráköst, Hilmar Pétursson 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 22/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 13/6 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 11/7 fráköst, Larry Thomas 9/16 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Sölvi Sigurðarson 8, Snorri Vignisson 8/5 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 2.

Fráköst: 39 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Egill Egilsson.

Áhorfendur: 200

mbl.is