Sjötti sigur Stjörnunnar í röð

Emil Barja úr Haukum sækir að Stjörnumönnunum Kyle Johnson og …
Emil Barja úr Haukum sækir að Stjörnumönnunum Kyle Johnson og Hlyni Bæringssyni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann sinn sjötta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið vann sannfærandi 20 stiga útisigur á Haukum í kvöld, 106:86. 

Haukar byrjuðu töluvert betur og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 33:22. Þá tók Kyle Johnson til sinna ráða og hann fór á kostum í öðrum leikhluta. Var hann stærsta ástæða þess að Stjarnan var yfir í hálfleik, 57:45. 

Stjarnan hélt áfram að bæta í forskotið eftir því sem leið á leikinn og vann að lokum öruggan sigur. Johnson var stigahæstur í Stjörnunni með 30 stig og Felnard Whitfield gerði sömuleiðis 30 stig fyrir Hauka. 

Tapið er það fyrsta hjá Haukum á heimavelli í vetur og það fyrsta í Ólafssalnum, sem liðið leikur nú heimaleiki sína í. Stjarnan er eitt á toppnum með 16 stig, en Keflavík getur jafnað Stjörnumenn á toppnum með sigri á Þór Þorlákshöfn á útivelli síðar í kvöld. 

Haukar - Stjarnan 86:106

Ásvellir, Urvalsdeild karla, 13. desember 2019.

Gangur leiksins:: 9:7, 18:12, 26:15, 33:22, 36:32, 38:39, 41:49, 45:57, 51:64, 55:68, 64:73, 68:84, 73:88, 75:93, 78:104, 86:106.

Haukar: Flenard Whitfield 30/12 fráköst, Gerald Robinson 13/4 fráköst, Emil Barja 11/7 stoðsendingar, Breki Gylfason 9, Kári Jónsson 8, Kjartan Helgi Steinþórsson 5/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 4, Gunnar Ingi Harðarson 2, Haukur Óskarsson 2, Ágúst Goði Kjartansson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Kyle Johnson 30/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 21/7 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 19/6 fráköst/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 10/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Hlynur Elías Bæringsson 8/13 fráköst, Dúi Þór Jónsson 7, Friðrik Anton Jónsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 327

Nikolas Tomsick úr Stjörnunni og Gerald Robinson, Haukum, eigast við …
Nikolas Tomsick úr Stjörnunni og Gerald Robinson, Haukum, eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert