Tindastóll sendir frá sér yfirlýsingu

Frá leiknum í gærkvöldi.
Frá leiknum í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gruns um veðmálasvindl hjá leikmönnum liðins í leiknum gegn ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta í gær. 

ÍR vann leikinn 92:84 og í kjölfarið fór orðrómur á kreik um að óeðli­lega mikið hefði verið veðjað á hann. Stuðlar leiksins breyttust töluvert í rétt fyrir leik í kjölfarið og töldu einhverjar veðmálasíður hann grunsamlegan. 

Stjórn Tindastóls harmar fréttirnar og segist enga trú hafa á að leikmenn liðsins hafi tekið þátt í veðmálasvindli. 

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Tindastóls:

Stjórn körfuknattleiksdeild Tindastóls harmar þær fréttir sem eru að berast um meint veðmálasvindl i tengslum við leik Tindastóls og ÍR í Dominosdeild karla í gærkveldi. Lítur stjórnin málið alvarlegum augum, enda á veðmálasvindl ekkert erindi við okkar íþrótt.

Treystum við KKÍ og munum við aðstoða þau a[f] öllum mætti við rannsóķn málsins og vonumst við til að rannsókn málsins verði víðtæk og öflug, og leiði sannleikann í ljós sem allra fyrst. Að því sögðu frábiðjum við okkur að leikmenn Tindastóls erlendir sem innlendir taki þátt í nokkurs konar veðmálasvindli. Við höfum enga trú á að leikmaður Tindastóls hafi á nokkurn hátt tekið þátt í nokkurs konar svindli.

F.h Stjórnar kkd Tindastóls
Ingólfur Jón Geirsson formaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert