Tíundi sigurinn hjá Héraðsbúum

Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 16 stig fyrir Hött í gærkvöld …
Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 16 stig fyrir Hött í gærkvöld og tók 10 fráköst. Ljósmynd/Atli Berg Kárason

Höttur hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að sigra Álftanes á heimavelli sínum á Egilsstöðum, 87:76.

Hattarmenn eru þar með búnir að vinna tíu af ellefu leikjum sínum en allt stefnir í gríðarlega harða keppni þeirra, Hamars og Breiðabliks um úrvalsdeildarsæti. Hvert lið um sig hefur aðeins tapað einum leik en Höttur er með 20 stig, Hamar 18 og Breiðablik 18. Í kvöld taka Hamarsmenn á móti Blikum í sannkölluðum toppslag í Hveragerði.

Þá var Vesturlandsslagur í Borgarnesi í gærkvöld og þar vann Snæfell sigur á Skallagrími, 110:101. Bæði lið eru með 4 stig eftir ellefu leiki, tveimur stigum á undan Sindra sem er með 2 stig á botninum en hefur aðeins leikið níu leiki.

Höttur - Álftanes 87:76

VHE-höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 12. desember 2019.

Gangur leiksins:: 4:3, 6:11, 9:15, 19:20, 22:28, 27:30, 34:41, 39:47, 46:50, 51:53, 59:59, 66:61, 73:65, 79:67, 85:69, 87:76.

Höttur: Matej Karlovic 28/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, David Guardia Ramos 14/8 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 10, Dino Stipcic 10/9 stoðsendingar, Marcus Jermaine Van 6/21 fráköst/5 varin skot, Brynjar Snaer Gretarsson 3.

Fráköst: 29 í vörn, 17 í sókn.

Álftanes: Þorsteinn Finnbogason 19/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 17, Dúi Þór Jónsson 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 13/14 fráköst, Birgir Björn Pétursson 9, Brynjar Magnús Friðriksson 5/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Egill Egilsson.

Skallagrímur - Snæfell 101:110

Borgarnes, 1. deild karla, 12. desember 2019.

Gangur leiksins:: 6:5, 15:14, 21:18, 25:29, 29:33, 38:36, 44:43, 48:50, 55:53, 63:61, 74:66, 80:70, 85:82, 89:82, 98:95, 101:110.

Skallagrímur: Isaiah Coddon 41/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Örn Ómarsson 17/5 fráköst/4 varin skot, Marinó Þór Pálmason 16/4 fráköst/14 stoðsendingar, Almar Orn Bjornsson 10/12 fráköst/3 varin skot, Hjalti Ásberg Þorleifsson 8/6 fráköst, Kristófer Gíslason 6, Arnar Smári Bjarnason 3.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Snæfell: Anders Gabriel P. Adersteg 41/9 fráköst/6 stoðsendingar, Aron Ingi Hinriksson 29/5 stoðsendingar, Pavel Kraljic 12/15 fráköst, Benjamín Ómar Kristjánsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gudni Sumarlidason 7/8 fráköst, Eiríkur Már Sævarsson 5, Ísak Örn Baldursson 4, Viktor Brimir Ásmundarson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Kristinn Geir Pálsson.

Áhorfendur: 108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert