Skoraði yfir 50 stig annan leikinn í röð

James Harden.
James Harden. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn James Harden sló met í NBA-deildinni í Bandaríkjunum í nótt er hann skoraði yfir 50 stig, annan leikinn í röð, samhliða því að skora tíu þriggja stiga körfur í báðum leikjunum.

Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar 2018, skoraði 54 stig í nótt er Houston Rockets vann 130:107-sigri á Orlando Magic.

Hann skoraði 55 stig gegn Cleveland Cavaliers í gær og er nú búinn að skora yfir 50 stig í sjö leikjum á þessum tímabili. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora tíu eða fleiri þriggja stiga körfur í leik tvisvar í röð, samhliða því að skora 50 stig eða meira í viðkomandi leikjum.

Sigurganga Los Angeles Lakers hélt áfram er LeBron James átti enn einn stórleikinn í 113:110-sigri á Miami Heat en þetta var fyrsta tap Miami á heimavelli á leiktíðinni. LeBron var einu frákasti frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 28 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók níu fráköst. Los Angeles er nú búið að vinna 13 leiki í röð og er á toppi vesturdeildarinnar.

Úrslitin í nótt
Miami Heat - Los Angeles Lakers 110:113
Orlando Magic - Houston Rockets 107:130
Philadelphia 76ers - New Orleans Pelicans 116:109
Atlanta Hawks - Indiana Pacers 100:110
Chicago Bulls - Charlotte Hornets 73:83
Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 114:127
Utah Jazz - Golden State Warriors 114:106
Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 117:124
Sacramento Kings - New York Knicks 101:103

LeBron James.
LeBron James. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert