Fjórtán útisigrar í röð og met hjá James og Davis

LeBron James brýtur sér leið fram hjá De'Andre Hunter og …
LeBron James brýtur sér leið fram hjá De'Andre Hunter og Damian Jones í leiknum í Atlanta í nótt. AFP

Los Angeles Lakers hélt áfram sigurgöngunni í nótt þegar liðið sótti Atlanta Hawks heim í NBA-deildinni í körfuknattleik.

LeBron James skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og átti 7 stoðsendingar þegar Lakers vann sinn fjórtánda útisigur í röð á tímabilinu, 101:96.

Lakers tapaði fyrsta útileiknum í vetur en hefur unnið alla eftir það. Þeir LeBron James og Anthony Davis urðu í nótt fyrstu samherjarnir í sögu NBA til að skora báðir meira en 400 stig í fyrstu útileikjum tímabilsins. James er með 403 stig og Davis 401 í þessum 15 leikjum.

Bogdan Bogdanovic skoraði 25 stig fyrir Sacramento Kings í öruggum útisigri á heillum horfnu liði Golden State Warriors, 100:79.

Nikola Jokic skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Denver Nuggets sem vann þriðja leik sinn í röð, 111:105 gegn New York.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - LA Lakers 96:101
Brooklyn - Philadelphia 109:89
New Orleans - Orlando 119:130
Indiana - Charlotte 107:85
Denver - New York 111:105
Golden State - Sacramento 79:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert