KR í 2. sætið

Daniela Wallen með boltann í leiknum í kvöld.
Daniela Wallen með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR er eitt í 2. sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Keflavík í Vesturbænum í kvöld, 69:47. KR er fjórum stigum á eftir Val og Keflavík er sex stigum á eftir Val en KR og Keflavík voru jöfn fyrir leikinn. 

KR er með 22 stig eftir fjórtán leiki en Keflavík er með 20 stig. Valur er í efsta sætinu með 26 stig eftir sigur í Grindavík í kvöld. 

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en að honum loknum var KR yfir 39:35. Í þriðja leikhluta gerbreyttist hins vegar staðan því þá skoraði Keflavík aðeins 5 stig. Fyrir síðasta leikhlutann var KR því komið í góða stöðu með þrettán stiga forskot. 

Ófarir Keflavíkurliðsins í sókninni héldu áfram í síðasta leikhlutanum og því tókst liðinu ekki að hleypa spennu í leikinn á ný. Alls skoraði Keflavík aðeins tólf stig í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því stórsigur KR. 

KR - Keflavík 69:47

DHL-höll­in, Ur­vals­deild kvenna, 08. janú­ar 2020.

Gang­ur leiks­ins:: 2:5, 9:9, 13:9, 17:15 , 20:15, 25:19, 32:27, 39:35 , 43:37, 46:37, 50:39, 53:40 , 57:40, 59:40, 65:42, 69:47 .

KR : Danielle Victoria Rodrigu­ez 20/​8 frá­köst/​4 var­in skot, Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir 15/​13 frá­köst/​3 var­in skot, Sanja Orazovic 11/​11 frá­köst, Sóllilja Bjarna­dótt­ir 7, Perla Jó­hanns­dótt­ir 4, Unn­ur Tara Jóns­dótt­ir 4/​4 frá­köst, Al­ex­andra Eva Sverr­is­dótt­ir 4, Þor­björg Andrea Friðriks­dótt­ir 2, Þóra Birna Ingvars­dótt­ir 2.

Frá­köst : 34 í vörn, 9 í sókn.

Kefla­vík : Daniela Wal­len Morillo 24/​14 frá­köst/​5 stoln­ir, Katla Rún Garðars­dótt­ir 5, Irena Sól Jóns­dótt­ir 4, Sal­björg Ragna Sæv­ars­dótt­ir 4/​5 frá­köst, Emel­ía Ósk Gunn­ars­dótt­ir 3, Ey­dís Eva Þóris­dótt­ir 3, Elsa Al­berts­dótt­ir 2, Kamilla Sól Vikt­ors­dótt­ir 2.

Frá­köst : 21 í vörn, 5 í sókn.

Dóm­ar­ar : Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Leif­ur S. Gardars­son, Sig­ur­bald­ur Fri­manns­son.

Áhorf­end­ur : 67

KR 69:47 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert