Bað áhorfendur afsökunar

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var í raun jafn gáttaður á kvöldinu í kvöld eins og spyrillinn inntur eftir því hvernig stæði á stemningu kvöldsins í leik Keflvíkinga og Grindvíkinga. Líkast til einn daufasti leikur í manna minnum og Hjalti neyddist einfaldlega til að biðja stuðningsmenn afsökunar á kvöldinu.  

Hjalti sagði að það hafi vantað allt líf í kvöldið en vissulega hafi vantað Kana hjá Grindvíkingum en annars átti hann ekki frekari skýringu á daufri stemningu. Leikurinn var afgreiddur nokkuð fljótt í viðtalinu og farið að ræða næsta leik liðsins sem er hinn alíslenski „El Clássico“ þegar Keflvíkingar fara yfir „lestarteinana“ og mæta Njarðvíkingum. Hjalti gaf lítið fyrir að eiga inni formúluna á Njarðvíkinga þrátt fyrir að hafa sigrað þá tvisvar í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert