Keflvíkingar sannfærandi í grannaslagnum

Khalil Ahmad með boltann í kvöld.
Khalil Ahmad með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli

Keflavík og Grindavík léku í Dominos-deild karla í körfubolta nú í kvöld og voru það heimamenn sem sigruðu með 20 stiga mun í heldur daufum leik hér í Keflavíkinni, 80:60.

Hápunktur leiksins í kvöld kom strax á þriðju mínútu þegar Guðmundur Jónsson var sendur í sturtu fyrir ásetningsbrot. Vissulega má deila um harða refsingu Guðmundar en grunur leikur á að dómarar hafi farið eftir bókinni og leikmaðurinn eftir því í sturtuna.   

Sem fyrr er það Dominykas Milka sem leiðir Keflvíkinga með sínum leik. 22 stig (sem er heldur lítið frá honum) og heil 19 fráköst. Stórkostlegur leikmaður! Í heldur vonlausu liði Grindvíkinga í kvöld var Sigtryggur Arnar Björnsson þeirra stigahæstur með 18 stig. 

Keflavík - Grindavík 80:60

Blue-höllin, Urvalsdeild karla, 09. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 2:5, 5:9, 11:14, 18:14, 24:20, 30:24, 36:31, 40:36, 47:36, 49:36, 55:41, 65:43, 67:47, 72:54, 77:58, 80:60.

Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 22/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 4, Callum Reese Lawson 4, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Khalil Ullah Ahmad 2/6 stoðsendingar.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 18/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 17/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Valdas Vasylius 7/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Davíð Páll Hermannsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 316

Keflavík 80:60 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert