Keflavík stakk Snæfell af í framlengingu

Keflavík vann Snæfell og fór upp að hlið KR.
Keflavík vann Snæfell og fór upp að hlið KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík vann 84:75-sigur á Snæfelli á útivelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 72:72 og því varð að framlengja. Í framlengingunni var Keflavík miklu betra liðið. 

Leikurinn var kaflaskiptur og náði Snæfell mest sjö stiga forskoti í venjulegum leiktíma og var Keflavík átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Eftir æsispennandi lokamínútur tókst hins vegar ekki að skilja liðin að fyrr en eftir framlenginguna. 

Daniela Wallen skoraði 24 stig fyrir Keflavík og Anna Ingunn Svansdóttir kom með 18 stig af bekknum. Amarah Coleman skoraði 20 stig fyrir Snæfell og Veera Pirttinen gerði 19. 

Keflavík er með 22 stig, eins og KR, og eru liðin í öðru og þriðja sæti. Snæfell er í sjötta sæti með átta stig. 

Snæfell - Keflavík 75:84

Stykkishólmur, Urvalsdeild kvenna, 12. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:8, 6:12, 15:16, 15:23, 24:28, 31:34, 33:40, 40:42, 44:44, 49:46, 55:51, 57:57, 59:60, 62:64, 66:70, 72:72, 75:77, 75:84.

Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 20/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 19/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Emese Vida 10/15 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 9/9 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 49

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert