Drjúgur í útisigri í Evrópudeildinni

Martin með boltann í kvöld.
Martin með boltann í kvöld. Ljósmynd/EuroLeague

Alba Berlín vann sterkan 93:86-útisigur á Olympiacos í Evrópudeildinni, EuroLeague, í körfubolta í kvöld. Keppnin er sú sterkasta í Evrópu. Martin Hermannsson lék vel með Alba Berlín. 

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 18 stig, tók eitt frákast og gaf sex stoðsendingar. Aðeins Marcus Eriksson skoraði meira fyrir Alba eða 22 stig. Martin hefur verið einn allra besti leikmaður Alba í keppninni til þessa og vakið athygli. 

Alba hefur unnið sex leiki og tapað þrettán í keppninni og er liðið í 15. sæti af 18 liðum. Liðið mætir Rauðu stjörnunni frá Serbíu á útivelli á föstudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert