Er ekki eigingjarn leikmaður

LeBron James
LeBron James AFP

LeBron James er kominn í 8. sæti á listanum yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í NBA-deildinni í körfuknattleik frá upphafi.

Í nótt fór James upp fyrir Isiah Thomas, leikstjórnanda Detroit Pistons NBA-meistaranna 1989 og 1990, en James er sá eini á meðal efstu manna sem ekki spilar í leikstjórnandastöðunni. James er með 9.067 stoðsendingar á þessum tímapunkti. Hann hefur jafnframt gefið flestar stoðsendingar í deildinni á þessu keppnistímabili.

Langefstur er að sjálfsögðu John Stockton með 15.806 sendingar en Jason Kidd sem nú er einn af þjálfurum James hjá Lakers er í 2. sæti með 12.091.

Næstir koma: Steve Nash, Mark Jackson, Magic Johnson, Oscar Robertsson og Chris Paul. Sá síðastnefndi er því hæstur þeirra sem eru að spila í dag.

mbl.is