Góður í þriðja sigrinum í röð

Elvar Már Friðriksson var sterkur í kvöld.
Elvar Már Friðriksson var sterkur í kvöld.

Elvar Már Friðriksson og samherjar hans hjá Borås unnu afar sannfærandi 86:60-sigur á Nassjö í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. 

Elvar hefur leikið mjög vel á leiktíðinni og hélt hann góðu gengi sínu áfram og skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar á 22 mínútum. 

Borås hefur unnið þrjá leiki í röð og tíu af síðustu ellefu og er liðið í toppsætinu með 38 stig. Elvar gekk í raðir Borås frá Njarðvík fyrir tímabilið. 

mbl.is