Keflvíkingar unnu í gryfjunni

Aurimas Majauskas sækir að Keflvíkingum í kvöld.
Aurimas Majauskas sækir að Keflvíkingum í kvöld. Ljósmynd/ Skúli B. Sig

Keflavík er komin á toppinn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir tólf stiga sigur gegn Njarðvík í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í 14. umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 97:85-sigri Keflvíkinga en Keflavík leiddi með fimm stigum í hálfleik, 51:46.

Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina nánast allan tímann í leiknum. Keflavík vann þriðja leikhluta með sjö stigum, 22:15, og munurinn á liðunum því 12 stig fyrir fjórða leikhluta.

Þann mun tókst Njarðvíkingum ekki að brúa og Keflavík fagnaði sínum fjórða sigri í röð í deildinni. Khalil Ahmad var stigahæstur hjá Keflvíkingum og skoraði 31 stig. Þá skilaði Dominkykas Milka tvöfaldri tvennu með 17 stig og þrettán fráköst.

Chaz Williams átti stórleik fyrir Njarðvík, skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Keflavík er með 22 stig í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en Stjarnan sem á leik til góða á Keflavík. Njarðvík er í fjórða sætinu með 16 stig.

Njarðvík - Keflavík 85:97

Njarðtaks-gryfjan, Úrvalsdeild karla, 16. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 7:6, 13:9, 19:17, 22:26, 26:29, 34:36, 41:40, 46:51, 54:56, 54:63, 54:68, 61:73, 72:78, 77:83, 79:91, 85:97.

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 36/7 fráköst/11 stoðsendingar, Aurimas Majauskas 21/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13, Mario Matasovic 5/5 fráköst, Kristinn Pálsson 4, Tevin Alexander Falzon 2, Jón Arnór Sverrisson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 31/5 fráköst, Dominykas Milka 17/13 fráköst, Callum Reese Lawson 16/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/12 stoðsendingar, Deane Williams 8/5 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 5, Magnús Már Traustason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 400

Njarðvík 85:95 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert