Akureyringar sendu Valsmenn í fallsæti

Terrence Motley fór mikinn fyrir Akureyringa að venju og skoraði …
Terrence Motley fór mikinn fyrir Akureyringa að venju og skoraði 20 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór Akureyri er á miklu skriði í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, en liðið vann sinn þriðja leik í röð í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn í Höllina á Akureyri í fjórtándu umferð deildarinnar. Leiknum lauk með 83:76-sigri Akureyringa en þeir leiddu með níu stigum í hálfleik, 49:40.

Þórsarar unnu þriðja leikhluta með fjórum stigum, 20:16, og Þorlákshafnarliðinu tókst ekki að koma til baka í fjórða leikhluta. Terrence Motley var stigahæstur í liði Akureyringa með 20 stig og átta fráköst. Hjá Þór Þorlákshöfn var Halldór Garðar Hermannsson stigahæstur með 18 stig og sjö stoðsendingar.

Þórsarar fara með sigrinum upp í tíunda sæti deildarinnar og úr fallsæti. Liðið er nú með 8 stig eftir þrettán spilaða leiki og á leik til góða á liðin fyrir neðan sig sem eru Valur og Fjölnir. Valsmenn eru einnig með 8 stig en Fjölnismenn verma botnsætið með 2 stig. Þór Þorlákshöfn er í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig.

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 19 stig í kvöld en það …
Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 19 stig í kvöld en það dugði ekki til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slæm byrjun kostaði Grindavík

Þá unnu Haukar fimmtán stiga sigur gegn Grindavík í Mustad-höllinni í Grindavík í sveiflukenndum leik. Leiknum lauk með 88:73-sigri Hauka sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 46:35. Grindavík minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta en Haukar voru mun sterkari í fjórða leikhluta og fögnuðu sigri.

Flenard Whitfield var stigahæstur í liði Hauka með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Grindvíkingum var Ingvi Þór Guðmundsson stigahæstur með 23 stig og sex fráköst. Haukar fara með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar og jafna KR að stigum. Grindavík er hins vegar áfram í níunda sætinu með 10 stig, tveimur stigum minna en Þór Þorlákshöfn.

Þór Akureyri - Þór Þorlákshöfn 83:76

Höllin Ak, Urvalsdeild karla, 17. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 6:9, 12:14, 17:19, 23:26, 26:29, 32:31, 42:35, 49:40, 54:44, 61:46, 67:51, 69:56, 69:60, 74:63, 77:71, 83:76.

Þór Akureyri: Terrence Christopher Motley 20/8 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 16/12 fráköst, Mantas Virbalas 11/7 fráköst, Jamal Marcel Palmer 10/7 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 9, Hansel Giovanny Atencia Suarez 8, Erlendur Ágúst Stefánsson 5/4 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 4/6 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 18/7 stoðsendingar, Jerome Frink 16/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14, Marko Bakovic 10/15 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Dino Butorac 5, Sebastian Eneo Mignani 4.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 295

Grindavík - Haukar 73:88

Mustad-höllin, Urvalsdeild karla, 17. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 3:7, 3:9, 7:17, 14:24, 20:28, 25:33, 31:42, 35:46, 39:49, 43:52, 50:58, 55:58, 58:63, 61:74, 68:84, 73:88.

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 23/6 fráköst, Valdas Vasylius 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 19, Ólafur Ólafsson 7/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Flenard Whitfield 20/12 fráköst, Gerald Robinson 19/9 fráköst, Kári Jónsson 17/4 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 9/4 fráköst, Breki Gylfason 8/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6, Emil Barja 5/6 fráköst/8 stoðsendingar, Yngvi Freyr Óskarsson 2, Gunnar Ingi Harðarson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is