Tíundi sigur Stjörnunnar í röð

Gerel Simmons sækir að Garðbæingum í kvöld.
Gerel Simmons sækir að Garðbæingum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann sinn tíunda sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið lagði Tindastól að velli á heimavelli, 73:66. Stjörnumenn voru yfir nánast allan leikinn og var sigurinn sannfærandi. 

Stjörnumenn byrjuðu af krafti og komust snemma í 10:4. Nikolas Tomsick fór sérstaklega vel af stað og skoraði átta stig á fyrstu rúmu mínútunni. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23:16.

Stjarnan hélt frumkvæðinu framan af í öðrum leikhluta en Tindastóll komst yfir í fyrsta skipti í stöðunni 30:29. Stjarnan skoraði hins vegar fjórtán síðustu stigin í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 43:30, Stjörnunni í vil.

Heimamenn fóru betur af stað í þriðja leikhluta og gekk Tindastóli illa að saxa á forskotið þar sem Tomsick og Ægir Þór Steinarsson voru að hitta mjög vel. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 62:50. 

Tindastóll skoraði sjö fyrstu stig fjórða leikhlutans og minnkaði muninn í 62:57. Munurinn fór svo niður í þrjú stig skömmu fyrir leikslok, 69:66. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í blálokin og fögnuðu tíunda sigrinum í röð. 

Stjarnan - Tindastóll 73:66

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 17. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 8:4, 15:6, 19:11, 23:16, 26:22, 29:27, 35:30, 43:30, 45:38, 53:42, 55:48, 62:50, 62:52, 63:59, 67:61, 73:66.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 19/5 fráköst, Nikolas Tomsick 19/4 fráköst, Urald King 17/14 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 11/11 fráköst, Gunnar Ólafsson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 1/9 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.

Tindastóll: Gerel Simmons 18/5 fráköst, Sinisa Bilic 15/7 fráköst, Jasmin Perkovic 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12, Axel Kárason 5/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 601

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 73:66 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is