KR-ingar miklu sterkari í Keflavík

KR var miklu betra en Keflavík í kvöld.
KR var miklu betra en Keflavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR er komið í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfubolta eftir afar sannfærandi 82:60-sigur á Keflavík á útivelli í kvöld. KR skoraði 20 fyrstu stigin og átti Keflavík aldrei möguleika eftir það. 

KR er þriðja liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum, en Valur og Haukar gerðu slíkt hið sama fyrr í dag. ÍR eða Skallagrímur leika um síðasta sætið í næstu umferð í Breiðholtinu á morgun. 

Hildur Björg Kjartansdóttir átti mjög góðan leik fyrir KR og skoraði 23 stig á meðan Danielle Rodriguez gerði 17. Daniela Wallen skoraði 12 stig fyrir Keflavík og Þóranna Kika Hodge-Carr 12 stig. 

mbl.is