Grindavík sigraði á Hornafirði

Grindavík er komin í undanúrslit.
Grindavík er komin í undanúrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindvíkingar eru komnir áfram í undanúrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir 93:74-sigur á Sindra á Hornafirði í kvöld. 

Grindavík er í níunda sæti Dominos-deildarinnar á meðan Sindri er í botnsætinu í 1. deild og koma úrslitin því ekki á óvart. Grindavík hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2014. 

Framganga Sindra í bikarnum hefur komið á óvart. Hornfirðingar unnu Skallagrím óvænt í 1. umferð, 80:71 og Ármann í 2. umferð, 124:74. Grindavík vann Hamar í 1. umferð, 96:77, og KR í 2. umferð, 110:81. 

Fyrr í dag tryggðu Stjarnan og Fjölnir sér sæti í undanúrslitum. Tindastóll og Þór Akureyri mætast annað kvöld í lokaleik átta liða úrslitanna. Leikurinn átti að fara fram í kvöld en var frestað vegna ófærðar. 

Dregið verður í undanúrslit í hádeginu á morgun. 

mbl.is