Skallagrímur síðasta liðið í undanúrslit

Skallagrímur er kominn í undanúrslit, eins og KR.
Skallagrímur er kominn í undanúrslit, eins og KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrvalsdeildarlið Skallagríms varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta. Borgnesingar unnu öruggan 86:51-útisigur á ÍR sem leikur í 1. deild. 

Skallagrímur vann alla leikhlutana nokkuð sannfærandi og var sigurinn aldrei í hættu. Keira Robinson skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Maja Michalska og Mathide Poulsen skoruðu 12 stig hvor. Nína Jenný Kristjánsdóttir skoraði ellefu fyrir ÍR og Arndís Þóra Þórisdóttir skoraði tíu. 

Valur, KR og Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum í gær, en dregið verður til undanúrslita í hádeginu á morgun. 

mbl.is