Tindastóll síðasta liðið í undanúrslit

Tindastóll vann sannfærandi sigur á Þór í átta liða úrslitum.
Tindastóll vann sannfærandi sigur á Þór í átta liða úrslitum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tindastóll varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla í körfubolta. Tindastóll vann afar sannfærandi 99:69-heimasigur á Þór Akureyri á Sauðárkróki.

Tindastóll náði forystu strax í byrjun og bætti í hana jafnt og þétt. Mestur varð munurinn 39 stig og sáu Þórsarar aldrei til sólar.

Hannes Ingi Másson kom gríðarlega sterkur af bekknum hjá Tindastóli og var stigahæstur með 19 stig. Gerel Simmons bætti við 14 stigum. Pablo Hernandez skoraði 12 stig fyrir Þór.

Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum miðvikudaginn 12. febrúar. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 15. febrúar. Fjölnir og Grindavík mætast í hinum undanúrslitaleiknum. 

Tindastóll - Þór Ak. 99:69

Sauðárkrókur, Bikarkeppni karla, 21. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 5:6, 15:12, 18:17, 27:21, 30:23, 42:23, 47:26, 52:32, 54:36, 63:42, 70:42, 81:48, 84:50, 88:52, 95:57, 99:69.

Tindastóll: Hannes Ingi Másson 19, Gerel Simmons 17/4 fráköst, Jaka Brodnik 15/4 fráköst, Axel Kárason 9/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jasmin Perkovic 8, Viðar Ágústsson 7/6 fráköst, Sinisa Bilic 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 3/7 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 2, Friðrik Þór Stefánsson 2, Eyþór Lár Bárðarson 1.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Þór Ak.: Pablo Hernandez Montenegro 12, Jamal Marcel Palmer 11/7 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 11, Terrence Christopher Motley 10/6 fráköst, Ragnar Ágústsson 10, Júlíus Orri Ágústsson 9, Kolbeinn Fannar Gíslason 2, Baldur Örn Jóhannesson 2, Mantas Virbalas 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 342

mbl.is