Toppliðið fær liðsstyrk

Valskonur fá liðsstyrk fyrir seinni hluta Íslandsmótsins.
Valskonur fá liðsstyrk fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Vals hefur gengið frá samningi við Micheline Mercelita og mun hún leika með kvennaliði félagsins út leiktíðina. Valur er í toppsæti Dominos-deildarinnar og í undanúrslitum Geysisbikarsins. Þá er liðið ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistari. 

Mercelita lék síðast með Visby í Svíþjóð og skoraði þar 5,7 stig og tók 7,5 fráköst að meðaltali í leik. Framherjinn hefur einnig leikið í Belgíu og Spáni. Hún er fædd í Bandaríkjunum en er einnig með hollenskt ríkisfang. 

Fyrir hjá Val er bandaríski leikstjórnandinn Kiana Johnson, en hún hefur skorað 23,8 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert