Valur og KR mætast í undanúrslitum

Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir takast á í undanúrslitum.
Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir takast á í undanúrslitum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur og KR mætast í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöll en dregið var til undanúrslita nú í hádeginu. 

Valur er bikarmeistari síðan í fyrra hjá konunum. Bikarmeistararnir í karlaflokki frá því í fyrra, Stjarnan, mæta Tindastóli takist þeim að komast áfram en liðið leikur í kvöld í 8-liða úrslitum gegn Þór frá Akureyri.

Undanúrslit í kvennaflokki:

Valur - KR 

Skallagrímur - Haukar

Leikirnir fara fram í Höllinni fimmtudaginn 13. febrúar

Undanúrslit í karlaflokki:

Tindastóll eða Þór Akureyri - Stjarnan

Fjölnir - Grindavík 

Leikirnir fara fram í Höllinni miðvikudaginn 12. febrúar 

Leikur Tindastóls og Þórs fer fram í kvöld. 

Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 15. febrúar. 

Fjölnismenn sem slógu út Keflavík mæta Grindavík en Þórsarar leika …
Fjölnismenn sem slógu út Keflavík mæta Grindavík en Þórsarar leika í kvöld gegn Stjörnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is