Meistararnir komnir með sex stiga forskot

Kiana Johnson úr Val sækir á Danielle Rodriguez úr KR …
Kiana Johnson úr Val sækir á Danielle Rodriguez úr KR í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur eru komnar með sex stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sterkan 77:62-sigur á útivelli gegn KR. Leikurinn var jafn og spennandi þangað til í fjórða leikhluta er Íslands- deilda- og bikarmeistarar Vals stungu af. 

Staðan fyrir lokaleikhlutann var 56:54, Val í vil, en Valur vann fjórða leikhlutann 21:8 og leikinn í leiðinni. Kiana Johnson skoraði 25 stig fyrir Val og Sanja Orazovic gerði 27 stig fyrir KR. 

Keflavík vann afar öruggan 81:51-sigur á Breiðabliki á heimavelli. Keflavík vann fyrsta leikhlutann 25:17 og hélt áfram að bæta í forskotið allt til leiksloka. Daniela Wallen skoraði 25 stig fyrir Keflavík og Danni Williams gerði 29 fyrir Breiðablik. 

Keflavík fór upp að hlið KR í öðru sæti með sigrinum en Breiðablik er í sjöunda sæti með fjögur stig, tveimur meira en botnlið Grindavíkur. 

Grindavík tapaði fyrir Haukum á heimavelli í framlendum leik, 70:78. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og urðu lokatölur 64:64, en Randi Brown jafnaði leikinn á vítalínunni og tryggði Haukum framlengingu. 

Þar voru Haukar miklu sterkari. Brown fór á kostum í leiknum og skoraði 41 stig. Jordan Reynolds skoraði 25 fyrir Grindavík. Haukar eru í fjórða sæti með 22 stig og í hörðum slag um sæti í úrslitakeppninni. 

KR - Valur 62:77

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 22. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 3:0, 7:5, 11:11, 15:16, 17:21, 23:27, 31:33, 31:35, 35:42, 38:44, 49:52, 54:56, 58:58, 58:65, 60:76, 62:77.

KR: Sanja Orazovic 27/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/7 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 6/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 25/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 15/11 fráköst, Helena Sverrisdóttir 15/8 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Micheline Mercelita 4/10 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 250.

Keflavík - Breiðablik 81:51

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 22. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 5:6, 16:10, 23:10, 25:17, 27:23, 31:27, 35:29, 42:29, 46:31, 55:33, 57:35, 63:37, 66:43, 71:45, 76:45, 81:51.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Þóranna Kika Hodge-Carr 12, Katla Rún Garðarsdóttir 10/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Danni L Williams 29/16 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 6/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 2/4 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 2/6 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Helgi Jónsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 83.

Grindavík - Haukar 70:78

Mustad-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 22. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 8:2, 13:7, 17:13, 21:18, 25:26, 28:31, 30:33, 32:37, 37:44, 41:51, 44:51, 48:51, 53:51, 57:58, 61:62, 64:64, 66:69, 70:78.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 25/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 21/14 fráköst, Tania Pierre-Marie 14/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Randi Keonsha Brown 41/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 11/8 fráköst/5 stolnir, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 7/5 fráköst, Jannetje Guijt 5, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2/8 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 75.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert