Stuðningsmaður ÍA veittist að leikmönnum og þjálfara Njarðvíkur

Körfuknattleiksdeild ÍA var í dag sektuð um 50.000 krónur af KKÍ vegna háttsemi stuðningsmanns félagsins í leik ÍA og Njarðvíkur í bikarkeppni 10. flokks karla sem leikinn var á Jaðarsbökkum hinn 15. janúar síðastliðinn. 

Lét áhorfandinn öllum illum látum. Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ um atvikið kom fram að áhorfandinn hefði fyrst truflað leikmann Njarðvíkur í vítaskoti, með þeim afleiðingum að endurtaka þurfti vítið. 

Eftir leik veittist áhorfandinn svo að Njarðvíkingum, sem voru að fagna sigri. Hann hrinti m.a. einum leikmanni sem stóð uppi á stól og var sá heppinn að slasast ekki. Eftir það hélt viðkomandi áfram að ýta við leikmönnum og þjálfara Njarðvíkur, þangað til hann var dreginn burtu af formanni ÍA.

Lesa má úrskurðinn í heild sinni með því að smella hér

Þá úrskurðaði aganefndin einnig Gerald Robinson, leikmann Hauka, í eins leiks bann. Robinson braut illa á Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikmanni KR, í leik liðanna í Dominos-deildinni á dögunum. Robinson verður því ekki með Haukum gegn Fjölni annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert