Njarðvík fór létt með Grindavík

Maciek Baginski sækir að körfu Grindvíkinga í Njarðvík í kvöld.
Maciek Baginski sækir að körfu Grindvíkinga í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvíkingar unnu Grindvíkinga nokkuð áreynslulaust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaks gryfjunni í Njarðvík, 101:75, í fimmtándu umferð deildarinnar kvöld. Njarðvíkingar að rífa sig upp eftir tvo tapleiki í röð enn Grindvíkingar að því er virðist að leika sama leik og gegn hinu Reykjanesbæjarliðinu fyrr í mánuðinum. 

Njarðvíkingar leiddu allt frá fyrstu mínútu og í raun var sigur þeirra aldrei í hættu. Þeir leiddu þá þegar með 20 stigum í hálfleik í kvöld og gerðu Grindvíkingar aldrei neina atlögu að því að næla í sigurinn dýrmæta. Þeir jú skoruðu 30 stig í þriðja fjórðung og það var hápunktur þeirra þetta kvöldið. Njarðvíkingar kláruðu kvöldið á hálfu pústi og sem fyrr segir þurftu ekki að hafa mikið fyrir stigunum tveimur.  Chaz Williams leiddi Njarðvík með 27 stig en hjá Grindavík var stigahæstur Arnar Björnsson með 21 stig. 

Njarðvík - Grindavík 101:75

Njarðtaks-gryfjan, Urvalsdeild karla, 23. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 6:2, 15:4, 23:9, 25:14, 32:16, 38:18, 44:20, 54:25, 59:31, 65:39, 72:47, 76:55, 81:59, 93:63, 97:69, 101:75.

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Aurimas Majauskas 19/8 fráköst, Kristinn Pálsson 17/4 fráköst, Mario Matasovic 16/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Tevin Alexander Falzon 5, Jón Arnór Sverrisson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 21/6 fráköst, Valdas Vasylius 19/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 18, Ólafur Ólafsson 15/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 250

Njarðvík 101:75 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert