Garðbæingar sterkari á lokakaflanum

Nikolas Tomsick reyndist Keflvíkingum erfiður í fjórða leikhluta í kvöld.
Nikolas Tomsick reyndist Keflvíkingum erfiður í fjórða leikhluta í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann sinn ellefta sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið heimsótti Keflavík í Blue-höllina í Keflavík í kvöld. Leiknum lauk með 83:77-sigri Garðbæinga en leikurinn var afar kaflaskiptur. Stjarnan byrjaði betur og leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 19:17.

Garðbæingar héldu áfram að þjarma að Keflvíkingum í öðrum leikhluta og var munurinn á liðunum níu stig í hálfleik, 44:35, Stjörnunni í vil. Keflvíkingar mættu hins vegar sterkari til leiks í síðari hálfleik og þeir leiddu með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta, 60:58. Þar reyndust Garðbæingar hins vegar sterkari aðilinn og þeir fögnuðu sigri í leikslok.

Nikolas Tomsick og Urald King voru stigahæstir í liði Garðbæinga með 16 stig hvor og þá tók Urald King átta fráköst. Hjá Keflavík var Deane Williams atkvæðamestur með tvöfalda tvennu, 23 stig og 13 stig. Þá skilaði Dominykas Milka einnig tvöfaldri tvennu fyrir Keflavík með 20 stig og ellefu fráköst. Stjarnan er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar með 26 stig en Keflavík er í öðru sætinu með 22 stig.

Blue-höllin, Urvalsdeild karla, 24. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 6:5, 11:11, 15:14, 17:19, 24:24, 24:26, 27:35, 35:44, 40:44, 46:46, 51:54, 60:58, 65:62, 71:68, 77:74, 77:83.

Keflavík: Deane Williams 23/13 fráköst, Dominykas Milka 20/11 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/13 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 3, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Nikolas Tomsick 16, Urald King 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 12/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 11/8 fráköst/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/7 fráköst, Kyle Johnson 7/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 409

mbl.is