Tuttugasti útisigurinn á tímabilinu hjá Lakers

LeBron James með boltann og Spencer Dinwiddie hjá Brooklyn Nets …
LeBron James með boltann og Spencer Dinwiddie hjá Brooklyn Nets sækir að honum í leiknum í nótt. AFP

Los Angeles Lakers vann í nótt sinn tuttugasta útisigur í 24 leikjum á þessu keppnistímabili í NBA-körfuboltanum. Lakers er á Austurströndinni þessa dagana og vann þar Brooklyn Nets allörugglega, 128:113.

LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Lakers en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar.

Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland Trail Blazers sem fékk Dallas Mavericks í heimsókn. Það var þó ekki nóg, Dallas með Luka Doncic í fararbroddi vann 133:125 þar sem Doncic skoraði 27 stig. 

Lillard er þá með 108 stig í tveimur síðustu leikjum og það hafa aðeins sjö aðrir gert í sögu NBA, m.a. Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Michael Jordan og James Harden.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Washington 112:124
Brooklyn - LA Lakers 113:128
Portland - Dallas 125:133

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert