Grikkinn frábær í París

Giannis Antetokounmpo í París í gærkvöldi.
Giannis Antetokounmpo í París í gærkvöldi. AFP

Grikkinn Giannis Antetokounmpo lék á als oddi fyrir Milwaukee Bucks í 116:103-sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi en þetta var í fyrsta sinn sem deildarleikur í keppninni bandarísku var leikinn í Frakklandi.

Milwaukee er nú búið að vinna átta leiki í röð og hefur liðið aldrei verið svo vel statt á þessum tíma leiktíðar í sögu félagsins en liðið er búið að vinna 40 leiki og tapa sex. Antetokounmpo skoraði 30 stig og tók 12 fráköst.

Russell Westbrook átti sinn besta leik á tímabilinu er hann skoraði 45 stig og gaf tíu stoðsendingar í 131:124-sigri Houston Rockets á Minnesota Timberwolves. Á sama tíma átti James Harden sinn slakasta leik þótt það hafi ekki komið að sök í nótt, hann skoraði aðeins 12 stig.

Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 103:116
Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 112:125
Orlando Magic - Boston Celtics 98:109
New York Knicks - Toronto Raptors 112:118
Chicago Bulls - Sacramento Kings 81:98
Miami Heat - Los Angeles Clippers 117:122
Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124:131
New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 106:113
Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 140:111
San Antonio Spurs - Phoenix Suns 99:103
Golden State Warriors - Indiana Pacers 119:129

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert