Stórkostleg endurkoma hjá lærisveinum Finns

Finnur Freyr Stefánsson er að gera góða hluti í Danmörku.
Finnur Freyr Stefánsson er að gera góða hluti í Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Horsens vann ótrúlegan 82:76-útisigur á Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Svendborg náði mest 31 stigs forskoti, en Horsens, undir stjórn Finns Freys Stefánssonar, neitaði að gefast upp. 

Svendborg komst í 57:26 forystu í upphafi þriðja leikhluta, en þá gengu lærisveinar Finns á lagið og skoruðu 14 stig í röð og unnu leikhlutann 27:5. Horsens vann 29:17-sigur í fjórða leikhluta og ótrúlegan sigur í leiðinni. 

Horsens hefur spilað vel undir stjórn Finns á leiktíðinni og er liðið með átta sigra í síðustu níu leikjum og í toppsæti A-riðils. Horsens hefur sex sinnum orðið danskur meistari, síðast árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert