Dóttir Bryants var um borð í þyrlunni

Kobe Bryant og Gigi.
Kobe Bryant og Gigi. Ljósmynd/Instagram.com/kobebryant

Kobe Bryant, einn besti körfuboltamaður allra tíma, lést í þyrluslysi í dag 41 árs að aldri. TMZ, miðilinn sem greindi fyrst frá, hefur staðfest að Gianna Maria Onore, Gigi, 13 ára dóttir Bryants, hafi einnig verið um borð í þyrlunni. 

Fimm manns voru um borð í þyrlunni og komst enginn lífs af. Ekki er talið að fleiri fjölskyldumeðlimir hafi verið um borð. Var þyrlan á leiðinni að Mamba-æfingastöðinni, þar sem Gigi átti að spila leik, en hún þótti gríðarlega efnileg.

Liðsfélagi Gigi og annað foreldri létust einnig í slysinu.

mbl.is